Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði farið lengra í viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef að sameiningu yrði. Byggðaráð leggur áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum.“

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi starfsmannahalds Slökkviliðs Fjallabyggðar með það að leiðarljósi að efla brunavarnir og samræma og sameina starf slökkviliðsins í báðum byggðarkjörnum.

Sjá frétt: ÁFORM UM SAMEININGU SLÖKKVILIÐA DALVÍKUR- OG FJALLABYGGÐAR