Íbúum Fjallabyggðar er boðið upp á opið dansnámskeið sem haldið er í Tjarnarborg.

Í kvöld, sunnudaginn 14. nóvember kl. 20.00 – 21:30 er boðið upp á samkvæmisdansa (jive, cha cha cha og tjútt). Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir.

Þátttaka er endurgjaldslaus.

Allir velkomnir, ekki er nauðsynlegt að hafa dansfélaga til að mæta.

Dansnámskeiðið er byggt upp á stökum kvöldum þar sem ákveðið þema er hvert kvöld.

Næstu dansnámskeið eru:

21. nóvember – Línudans
5. desember – Salsa
12. desember – Zumba eða annað eftir áhuga

Mynd/pixabay