Vegna Covid-ástandsins í landinu hefur verið ákveðið að fresta barnastarfi Siglufjarðarkirkju um þrjár vikur, en bæta í staðinn við sunnudögum í desember, eftir því sem hægt er.

Enginn kirkjuskóli verður því í dag og næstu tvo eftir það.

Eins er með annað helgihald. Engin kertamessa verður á sunnudag og ekki heldur á fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember.