Útgáfa vegabréfa hefur aukist hratt samfara undanhaldi Covid-19 faraldursins og margir landsmenn á faraldsfæti.

Í mars sl. voru 4.640 íslensk vegabréf gefin út. Til samanburðar voru 638 vegabréf gefin út í mars árið 2021. 

Hér má sjá töflu yfir fjölda útgefinna almennra vegabréfa eftir mánuði frá 2011.

Þjóðskrá annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja. Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.