Frjó er fjögurra daga listahátíð þar sem fram koma listamenn og skapandi einstaklingar sem framkalla list sína með ólíkum miðlum og sameinast í einum suðupotti um miðjan júlí ár hvert.

Tekist hefur að stuðla að og byggja upp á Siglufirði sannkallaðan leikvöll listarinnar þar sem tilraunamennska, galsi og frjálst flæði leika lausum hala. Sumarið gefur tilefni til langra bjartra nátta og orkan sem umlykur allt er mögnuð eins og einungis gerist á þeim árstíma. Alþýðuhúsið stækkar því viðburða og sýningarstaði sína út í garð og víða um bæ og nýtur samstarfs fyrirtækja, bæjarfélagsins og annarra menningaraðila.

Listamönnum og gestum sem taka þátt í Frjó, gefst færi á að upplifa fjölda listviðburða á dag, dvelja saman og miðla list sinni, skoðunum og kunnáttu. Verða fyrir áhrifum hvort af öðru, mynda tengsl og jafnvel samstarf sem nær útfyrir hátíðina. Kynnast bæjarfélaginu, náttúrunni sem er allt um lykjandi og áhugasömum bæjarbúum og öðrum gestum.

Þátttakendur eru.
Helgi Þórsson
Línus Orri Gunnarsson Cederborg og hljómsveit
Gerður Kristný
Skúli Sverrisson
Ólöf Arnalds
Ragnhildur Weisshappel
Óskar Guðjónsson
Eyþór Gunnarsson
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
Matthías Hemstock
Una Margrét Árnadóttir
Örn Alexander Ámundason
Guðrún María Finnbogadóttir
Þórir Hermann Óskarsson
María Sól Ingólfsdóttir
Þóra Kristín Gunnarsdóttir
Sari Cedergren
Jonna Jónborg Sigurðardóttir
Haust
Pía Rakel Sverrisdóttir
Kristján Jóhannsson
Kristína Berman
Örlygur Kristfinnsson
Hildur Örlygsdóttir
Arnfinna Björnsdóttir
Andrea Weber
Lefteris Yakoumakis
Garún
Bára Kristín Skúladóttir
Ólöf Helga Helgadóttir
Hulda Vilhjálmsdóttir

Fimmtudagurinn 13. júlí
kl. 11.00 – Garún opnar sýningu á Norðurgarði, bryggjunni á Ólafsfirði. Opið alla hátíðina.
kl. 12.30 – Lefteris Yakoumakis opnar sýningu í Kjörbúðinni.

Kl. 13.00- Jonna Jónborg Sigurðardóttir opnar sýningu í Segul 67
kl. 13.00 – Sari Cedergren opnar sýningu í Segul 67
kl. 14.00 – Hulda Vilhjálmsdóttir opnar sýningu í Herhúsinu
kl. 15.00 – Hildur Örlygsdóttir og Örlygur Kristfinnsson opna sýningu í Söluturninum.
Kl. 16.00 – Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason, Sýningaropnun í
Ráðhússal Siglufjarðar
K. 16.15 – Örn Alexander Ámundason verður með gjörning í Ráðhússal Siglufjarðar.
kl. 17.30 – Haust opnar sýningu í Ljósastöðinni

Föstudagurinn 14. júlí
Kl. 12.00 – 18.00 – Lefteris Yakoumakis sýnir í Kjörbúðinni.
Kl. 13.00- 16.00 – Jonna Jónborg Sigurðardóttir sýnir í Segul 67
kl. 13.00 – 16.00 – Sari Cedergren sýnir í Segul 67
kl. 13.00 – 16.00 – Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason sýna í Ráðhússal.
kl. 14.00 – 16.00 – Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir í Herhúsinu
Kl. 14.00 – 16.00 – Haust sýnir í Ljósastöðinni
kl. 14.00 – Helgi Þórsson opnar sýningu í Kompunni
kl. 15.00 – 16.30 – Arnfinna Björnsdóttir verður með opna vinnustofu í Aðalgötu 13.
kl. 16.00 – Andrea Weber opnar sýningu á Rauðkulofti
kl. 21.00 – Linus Orri Gunnarsson Cederborg og hljómsveit verða með tónleika
kl. 22.00 – MOVE tónleikar í Alþýðuhúsinu – Óskar Guðjónsson, Eyþór Gunnarsson, Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías Hemstock.

Laugardagur 15. júlí
Kl. 12.00 – 18.00 – Lefteris Yakoumakis sýnir í Kjörbúðinni.
kl. 13.00 – 17.00 – Pís Rakel Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson, vinnustofusýning í
Eyrargötu 27 A.
Kl. 13.00- 16.00 – Jonna Jónborg Sigurðardóttir sýnir í Segul 67
kl. 13.00 – 16.00 – Sari Cedergren sýnir í Segul 67
kl. 13.00 – 16.00 – Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason sýna í Ráðhússal.
kl. 14.00 – 16.00 – Bára Kristín Skúladóttir og Ólöf Helga Helgadóttir sýna í bílskúrnum
Hólavegi 14.
kl. 14.00 – 16.00 – Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir í Herhúsinu
Kl. 14.00 – 16.00 – Haust sýnir í Ljósastöðinni
kl. 14.00 – 15.00 – Kristína Berman, dansað í eða við Alþýðuhúsið
Kl. 14.00 – 17.00 – Helgi Þórsson sýnir í Kompunni
kl. 15.00 – Gerður Kristný les úr eigin verkum
kl. 16.00 – Guðrún María Finnbogadóttir og Þórir Hermann Óskarsson, tónleikar
kl. 21.00 – Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds, tónleikar

Sunnudagur 16. júlí
Kl. 12.00 – 18.00 – Lefteris Yakoumakis sýnir í Kjörbúðinni.
Kl. 13.00- 16.00 – Jonna Jónborg Sigurðardóttir sýnir í Segul 67
kl. 13.00 – 16.00 – Sari Cedergren sýnir í Segul 67
kl. 13.00 – 16.00 – Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason sýna í Ráðhússal.
kl. 14.00 – 16.00 – Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir í Herhúsinu
Kl. 14.00 – 16.00 – Haust sýnir í Ljósastöðinni
Kl. 14.00 – 17.00 – Helgi Þórsson sýnir í Kompunni
kl. 15.00 – Ragnhildur Weisshappel verður með listamannaspjall
kl. 16.00 – María Sól Ingólfsdóttir og Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Tónleikar

Aðrir menningaraðilar í Fjallabyggð
Kaffi Klara – Ida Semey opnar sýningu 14. júlí, opið kl. 10.00 – 17.00 alla daga.
Ljóðasetrið – viðburður kl. 16.00 alla daga.

Þjóðlagasetrið – opið 12.00 – 18.00 alla daga.
Síldarminjasafnið, tankurinn 14. júlí kl. 20.00 – Edda Björk Jónsdóttir og Rena Rasouli.
Ljósmyndasögusafnið – opið 14. 15. 16. júlí kl. 13.00 – 16.00
Pálshús, Ólafsfjörður – Wiola Ujazdowska sýnir, opið 13.00 – 17.00 alla daga.
Logo, Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð, Eyrarrósin, Rammi hf, Aðalbakarinn, Kjörbúðin, Segull 67,
Ljósastöðin.

Sjá facebooksíðu Frjó listahátíð: HÉR