Hildur Gyða Ríkharðsdóttir skipar 11. sæti H-Listans.

“Hildur Gyða Ríkharðsdóttir heiti ég 36 ára Ólafsfirðingur. Gift honum Lúlla mínum ( Lúðvík Freyr Sverrisson) eiganda fyrirtækisins LFS ehf og saman eigum við þrjú börn, Amanda Ósk 15. ára, Sverrir Freyr 12. ára og Ríkharð Frey 6. ára og búum við í Ólafsfirði.

Ég er eigandi veitingahússins Hallarinnar hér í Ólafsfirði og hef rekið það síðan 2018. Ég er fædd og uppalin í Ólafsfirði og hef búið hér alla mína tíð.

  • Það sem brennur helst á mér er umhverfið okkar sem við búum í. Umhverfismálin í Fjallabyggð er það sem ég hef mikinn áhuga á og þarf að huga að tiltekt á opnum svæðum. Einnig þarf sveitarfélagið að hvetja og vinna með fyrirtækjum að halda sínu nánasta umhverfi snyrtilegu. Gera þarf meira í að gróðursetja tré í báðum bæjarkjörnum til að prýða og fegra bæjarásýndina.
  • Samgöngur á milli bæjarkjarna er eitthvað sem ég vil að fái meiri athygli þannig að allir hafi möguleika á að ferðast á milli með góðum og öruggum hætti, ekki síst börn og aldraðir. Þessu vill H-listinn koma til leiðar.
  • Halda áfram að byggja upp þjónustu við okkar eldri íbúa t.d. mætti kanna áhuga á því að koma upp litlum gróðurhúsum og rækta grænmeti. Með því mundi skapast tækifæri til samveru og er það ein leið til að vinna gegn einmanaleika.

En mig hlakkar bara til að geta látið gott af mér leiða fyrir Fjallabyggð. Setjum x við H á kjördag.

Hildur Gyða Ríkharðsdóttir
H-Listinn—fyrir heildina”.