Um helgina fer fram Bikarmót Kraft í kraftlyftingum á Akureyri, þar keppa 6 þátttakendur frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar. Allur undirbúningur er á lokametrum og mikill hugur í keppendum.

Mikill áhugi er á kraftlyftingum í Fjallabyggð og verður gaman að fylgjast með keppnisfólkinu um helgina.

Hér má sjá hvenær keppendur KFÓ keppa á mótinu um helgina fyrir þá sem vilja fara á mótið og hvetja þetta unga efnilega fólk til dáða.

Laugardagur.
Kl. 10:00 byrja þær Ronja og Álfheiður sem keppa báðar í -72kg flokknum ásamt Hilmari sem keppir í -66kg flokknum.
Kl. 16:00 stígur inn Hjalti Snær á svið með stóru strákunum og keppir í -83kg flokknum.

Sunnudagur.
Kl. 14:00 mæta þær Sunna Eir og Adda María á svæðið, Sunna keppir í 84+ kg og Adda í -72kg.

 

Myndir: Guðný Ágústsdóttir og KFÓ