Í gær birtum við frétt af fundi sem íbúar á Vatnsnesi í Vestur Húnavatnssýslu héldu um málefni Vatnsnesvegar #711 á Hótel Hvítserk í Vesturhópi.

Sigurður Ingi Jóhannsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var sérstakur gestur á fundinum sem var vel sóttur.

FM Trölli var á staðnum og hljóðritaði það sem fram fór á fundinum.

Fundurinn hófst með þessari stöku:

Um Vatnsnesveginn fjöldi fer
og fræðist þar um váleg minni,
Vatnsnesvegur ófær er
öllum ljóst sem hér eru inni.

Hér fyrir neðan má hlusta á upptökuna:

 

Hótel Hvítserkur 14.11.2018 fundur um Vatnsnesveg