Súpufundur ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðilum í Fjallabyggð  fimmtudaginn 22. nóvember nk. frá kl. 18:00 – 20:00.

Fundarstaður: Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Boðið upp á súpu, brauð & kaffi á fundinum.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hér: Skráning 

Dagskrá:

Kl. 18:00-18:10   Ný markaðsstefna Fjallabyggðar
Kl. 18:10-18:25    Komur skemmtiferðaskipa
Kl. 18:25-18:40   Niðurstöður ferðavenjukönnunar sem Rannsóknamiðstöð ferðamála gerði á Siglufirði sumarið 2017
Kl. 18:40-19:00  Ferðaþjónustan í Fjallabyggð staða og þróun
Kl. 19:00-19:30  Kynningar úr heimabyggð
Kl. 19:30-20:00 Umræður

Fundarstjóri: Ólafur Stefánsson

Allir velkomnir