Kaffi Klara í Ólafsfirði bíður upp á Danska daga um Verslunarmannahelgina. Það er fátt meira danskt en heimatilbúin lifrakæfa, purusteikur, frikadellur, hakkbuff og smørrebrød segir Ida Semey framkvæmdastjóri og kokkur á Kaffi Klöru. Hún ætlar að smyrja ofan í gesti og gangandi um helgina og uppskriftin af smurbrauðinu sem hún verður með er heimagerð lifrakæfa, frikadelle, skinka, egg með steiktri kartöflu, lax úr Ólafsfirði og rækjur frá Siglufirði.

Kaffi Klara er með opið frá kl. 09.00-18.00 alla daga vikunnar og bíður upp á morgunmat, hádegismat, kaffi og heimabakaðar kökur.

Fylgist með á facobooksíðu Kaffi Klöru

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Kaffi Klara