Sítrónukaka með hindberjum og pistasíuhnetum 

  • 1  3/4 bolli hveiti (250 g)
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk gróft salt
  •  4 stór egg
  • 1  1/4 bolli + 2 msk sykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 msk fínrifið sítrónuhýði
  • 1 msk + 1/4 bolli ferskur sítrónusafi
  • 3/4 bolli mild ólífuolía
  • 1 bolli fersk hindber
  • 3 msk hakkaðar ósaltaðar og óristaðar pistasíuhnetur

Hitið ofn í 175° og smyrjið 24 cm kökuform.

Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og leggið til hliðar. Hrærið egg og 1 bolla af sykri saman með handþeytara eða í hrærivél í 5 mínútur. Þá ætti blandan að vera orðin ljós og létt. Látið hrærivélina ganga og bætið vanilludropum og 1 msk af sítrónusafa saman við. Hrærið síðan olíunni smátt og smátt saman við. Hærið að lokum þurrefnum og sítrónuhýði varlega saman við. Setjið deigið í kökuformið og sléttið úr yfirborðinu. Setjið hindberin yfir, síðan pistasíuhneturnar og 2 msk af sykri. Bakið kökuna í 45-55 mínútur, eða þar til prjóni sem stungið hefur verið í kökuna kemur hreinn upp.

Á meðan kakan er í ofninum er 1/4 bolli af sykri og 1/4 bolli af sítrónusafa sett í lítinn pott. Látið suðuna koma upp, hrærið í og látið sykurinn leysast upp. Látið sítrónusýrópið kólna.

Þegar kakan er tilbúin er hún tekin úr ofninum og sett á grind til að kólna (ekki taka hana úr kökuforminu). Burstið sítrónusýrópinu yfir hana, notið allt sýrópið. Látið kökuna kólna alveg í forminu.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit