Umennafélagið Glói og Ljóðasetur Íslands bjóða í leikhús á Siglufirði laugardaginn 4. maí. Tilefnið er 25 ára afmæli Umf Glóa, sem var þann 17. apríl sl. og Ljóðasetrið vill með þessu boði þakka fyrir þann mikla stuðning sem íbúar sveitarfélagsins hafa sýnt starfsemi setursins að undanförnu.
Sýnt er í Bláa húsinu hjá Rauðku kl. 15.00 laugardaginn 4. maí og er verkið sérstaklega sniðið að yngsta aldurshópnum, 3 – 8 ára, en allir hafa gaman af.
Það er Kómedíuleikhúsið sem sýnir hið ástsæla leikrit Dimmalimm sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir núna í vor.
Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Sögumaður: Arnar Jónsson
Dimmalimm: Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Pétur: Sigurður Þór Óskarsson
Tónlist: Björn Thorodssen
Brúður: Alda Veiga Sigurðardóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir
Leikmynd: Elfar Logi Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson
Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson