Á sunnudaginn síðastliðinn var haldið partý á barnum Kveldúlfi á Siglufirði.

Tilefnið var útgáfa á nýju lagi sem tileinkað er Siglufirði og Síldarævintýrinu sem haldið hefur verið þar í yfir 20 skipti.

Lagið ber heitið “Alla nóttina” og er það eftir Siglfirðinginn knáa Andra Hrannar Einarsson ásamt Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur.

Lagið fór vel í hlustendur eins og fyrirsögnin ber með sér, þegar einn hlustandinn sagði “djöfull er þetta flott lag, algjör heilalíming”.

Listafólkið sem kom að gerð lagsins mætti kl 20:00 og snæddi saman dýrindis pizzur af veitingastaðnum Torgið og skolaði niður með fljótandi veigum frá Kveldúlfi. Síðan var hlustað á lagið, en mörg þeirra höfðu ekki heyrt lagið fullbúið og var spennan mikil!

Kl 21:00 var húsið síðan opnað og það voru allmargir gripu tækifærið og komu á Kveldúlf þar sem boðið var uppá forhlustun á laginu og féll lagið heldur betur vel í geð og var klappað duglega eftir að flutningi var lokið og allir mjög ánægðir með lagið.

Í dag verður síðan lagið frumflutt á öldum ljósvakans í þættinum Gestaherbergið á FM Trölla og einnig mun höfundur lags og texta kíkja við í Gestaherbergið og ræða við þáttastjórnendur, þau Paul the smallone og Helgu the otherone. Þetta verður um kl 18:10 ca.

Þátturinn Gestaherbergið er á dagskrá FM Trölla milli kl 17:00 og 19:00 á þriðjudögum.

Myndir/aðsendar