Það eru hjónin Páll Sigurður Björnsson og Helga Hinriksdóttir sem stjórna þættinum að vanda.

Þema þáttarins í dag verður “hestar” þar sem að landsmót hestamanna er haldið á Rangárbökkum við Hellu þessa dagana.
Því munum við spila slatta af lögum tengdum hestum; nafn hljómsveitar eða lags inniheldur orðið hestur á einhverju tungumáli, textinn er um hesta og hestaferðir að einhverju leiti og svo framvegis.

Í þættinum verður líka frumflutt nýtt lag á FM Trölla. Lagið heitir “Alla nóttina” og er eftir Andra Hrannar Einarsson sem hlustendur FM Trölla og lesendur trölli.is ættu að þekkja.
Andri verður í beinu símasambandi við Gestaherbergið upp úr klukkan 18:00 og segir okkur frá hugmyndinni og upptökuferlinu.

Svo var Guðmundur Helgason að gefa út nýtt lag. Lagið heitir No worries og er samið af Guðmundi. Lagið má finna á Spotify en það verður líka spilað í Gestaherberginu í dag. Ef tími gefst til þá getur verið að Guðmundur, oftast kallaður Mundi, kíki inn í þáttinn til okkar í dag og segi okkur frá laginu.

Spurningaruglið og áhættulagið verða á sínum stað og hugsanlega Tónlistarhorn Juha.

Hlustið á Gestaherbergið á FM Trölla og trölli.is klukkan 17:00 til 19:00 í dag.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is