Sunnudaginn 26 nóvember var barna -og unglingaráði KF færður rausnarlegur styrkur frá Dósaguttunum eins og þeir kalla sig.
Afhentur var styrkur upp á 5 milljónir sem verður notaður til að færa hverjum iðkenda KF í Fjallabyggð glæsilega gjöf, Macron bakpoka, keppnisgalla ásamt sokkum, hettupeysu, íþróttabuxur.
Fyrir þá sem ekki vita þá hafa þeir félagar sinnt óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi fyrir félagið til fjölda ára og þeirra framlag skiptir heldur betur sköpum, þeir standa vaktina í dósamóttökunni á Siglufirði alla mánudaga frá kl 16:30-18.
Það óhætt að taka hattinn ofan fyrir þeim. Gulla Sínu, Bjarna Árna, Dodda Bjarna og Vali Bjarna.
Hér eru þeir meistarar ásamt Sólveigu Önnu formanni barna og unglingaráðs.