Slökkvilið Fjallabyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu varaslökkviliðsstjóra. Um er að ræða 20% stöðugildi þar sem unnið er í samráði við slökkviliðsstjóra ásamt útköllum og verkefnum sem geta komið upp auk æfinga.

Slökkvilið Fjallabyggðar starfar eftir lögum um brunavarnir nr. 75/2000. Varaslökkviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra í fjarveru hans og ber ábyrgð á faglegri starfsemi liðsins ásamt honum.

  • Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
  • Vera með löggildingu sem slökkviliðsmaður.
  • Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið.
  • Hafa lokið stjórnendanámskeiði frá Brunamálaskóla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
  • Gerð er krafa um iðnmenntun eða sambærilega menntun.
  • Hafa starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggildur slökkviliðsmaður.
  • Umsækjendur skulu hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og ekki vera haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
  • Framúrskarandi leiðtoga- og stjórnunarhæfni ásamt færni í mannlegum samskiptum og samstarfsvilja. Sjálfstæði í störfum, auk góðrar skipulagshæfni, sveigjanleika, víðsýni og vilja til að tileinka sér nýjungar.
  • Umsækjendur þurfa að geta starfað undir álagi.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er æskileg.             
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu í Ólafsfirði.

Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri, í síma 464-9100 eða með tölvupósti slokkvilid@fjallabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2023

Sótt er um starfið í gegnum rafræna Fjallabyggð, https://ibuagatt.fjallabyggd.is/. Umsókn þarf að fylgja prófskírteini, leyfisbréf, sakavottorð og ljósrit af ökuskírteini og ökuferilsskrá. Jafnframt þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öll kyn eru hvött til að sækja um.