Í mannfræðiáfanga hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga á haustönninni spreyttu nemendur sig meðal annars á því að finna muninn á töfrum og göldrum.

Hann er ekki augljós en í fræðunum eru töfrar gjarnan skilgreindir sem athafnir þar sem ýtt er á hið yfirnáttúrulega eða það neytt til aðstoðar.

Galdrar voru á hinn bóginn notaðir til illra verka.

Í daglegu tali er ekki gerður mikill munur á göldrum og töfrum, Einar Mikael, sem heimsótti skólann í vikunni kallar sig til dæmis töframann en auglýsir  galdranámskeið fyrir börn. Hann sýndi listir sínar sem við getum kallað spilagaldra eða töfrabrögð. Þessar athafnir glöddu viðstadda og sumir tóku þátt í þeim. Þeir sátu eftir með ákveðnar efasemdir um hvernig þetta væri hægt. Við því eru ekki svör en við getum að minnsta kosti sagt að Einar Mikael hafi stráð töfrum sínum yfir nemendur og kennara skólans.

Forsíðumynd: Töfrar mynd Margrét Laxdal

Af vefsíðu MTR.is