DRUSLUGANGAN 2023 Á SAUÐÁRKRÓKI

Vegna frábærra undirtekta í fyrra og mikillar hvatningar í ár var ákveðið að ganga aftur á Sauðárkróki.

Föstudagurinn 21. júlí klukkan 20:00 – kvöldið fyrir göngu:

Prepp kvöld á Gránu Bistro: Þar verður hægt að búa til skilti fyrir gönguna eða velja sér skilti 
(á meðan birgðir endast) og kaupa  einhvern varning. Til staðar verður efniviður í skiltagerð – spjöld, tússpennar o.s.frv. Drusluvæn tónlist í  hátölurum og barinn opinn!

Sjáumst hress og preppum og peppum hvert annað fyrir gönguna

Laugardagurinn 22. júlí – Druslugangan sjálf:

Mæting klukkan 13:00 á planið við Árskóla þar sem varningur verður til sölu og skiltum deilt út ef einhver verða afgangs.

Gengið verður frá Árskóla að Sauðárkróksbakaríi klukkan 13:30. Að göngu lokinni verða fluttar ræður, ljóðalestur og dúóið Skítamix tekur 2 lög.

Þau sem hafa áhuga á að halda ræðu, flytja ljóð, syngja, spila eða chanta geta haft samband við Tönju Ísfjörð í gegnum samfélagsmiðla 
@tanjaisfjord eða á tanjaisfjord@gmail.com.

Hvetjum fólk til að finna viðburðinn á Facebook (Druslugangan 2023 – Sauðárkrókur) og skrá mætingu, sjáumst!

Myndir/aðsendar