Bæjarráð Fjallabyggðar – 739. fundur – 28.04.2022

Lögð fram drög að samningi um dúntekju á varpsvæðum 1 til 4 í bæjarlandi Siglufjarðar ásamt skýringum, samningsdrögin eru samin af Ingvari Hreinssyni, Sigurði Ægissyni og Örlygi Kristfinnssyni sem allir óskuðu eftir að nýta áfram svæði sem þeir hafa verið með í nýtingu.

Einnig lagði bæjarstjóri fram og fór yfir gögn er varða samskipti og viðræður sem hafa átt sér stað milli sveitarfélagsins og framangreindra aðila. Vísað til afgreiðslu starfsmanns.

Bæjarráð þakkar framlögð drög að samningi um dúntekju en telur þau ekki samrýmanleg ákvörðun ráðsins á 701. fundi þess. Bæjarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi og leggja niðurstöður þeirra viðræðna fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs.


Bæjarráð Fjallabyggðar – 702. fundur – 01.07.2021

Lögð eru fram gögn er varða hlunnindanýtingu, þ.e. dúntekju, í bæjarlandinu á Siglufirði. Um er að ræða yfirlitsmynd með svæðum ásamt lista yfir aðila sem teljast vera með munnlega eða skriflega heimild bæjarfélagsins fyrir dúntekju á skilgreindum svæðum innan bæjarlandsins. Einnig eru lögð fram afrit af tveimur samkomulögum, gerðum 1990 og 1991, um svæði sunnan tjarnar við Flatir og að síðustu er lögð fram heimild til að sinna og hlúa að fuglalífi á Granda austan fjarðar. Vísað til afgreiðslu starfsmanns.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að segja upp samningum, munnlegum sem og skriflegum, um nýtingu hlunninda á svæðum 1 til 4 frá og með komandi hausti. Einnig felur bæjarráð deildarstjóra að bjóða hlutaðeigandi aðilum að gera samninga við sveitarfélagið á sambærilegum forsendum og hugmyndafræði sem núverandi samningur vegna svæðis 5 byggir á. Ef ekki er vilji til samninga hjá þeim er nú nytja svæðin skal bjóða þeim sem nú nýtir svæði 5 að gera viðaukasamninga um laus svæði.

Bæjarráð Fjallabyggðar – 701. fundur – 22.06.2021

Eins og sjá má ef ofangreind slóð er opnuð er ekkert minnst á dúntekju í fundargerð 701. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar, þótt vísað sé til hennar í efstu fundargerðinni (739) hér í þessari frétt


Mynd: Steingrímur Kristinsson