„Fegrum Fjallabyggð – Hreinsunarátak er farið af stað.

Undanfarið hafa eigendur járnarusls, bílhræja og annarra hluta verið hvattir til þess að koma þeim á sorpsvæði eða vera í sambandi við sveitarfélagið varðandi förgun og úrvinnslu.

Í dag fóru starfsmenn sveitarfélagsins í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra af stað og voru fjölmargir hlutir merktir. Með því er eigendum gert kleift að fjarlægja muni innan tveggja vikna frá dagsetningu. Að öðrum kosti verður viðkomandi hlut fargað á kostnað eiganda.

Byrjað var að merkja hluti á Ólafsfirði og í beinu framhaldi verður haldið áfram á Siglufirði. Mikið óþarfa rusl er á opnum svæði í báðum þéttbýliskjörnum Fjallabyggðar og eru íbúar beðnir um að líta sér nær og losa á sorpsvæði því sem á heima þar.

Hreinsunarátakið Fegrum Fjallabyggð mun halda áfram næstu vikurnar.“

Lýti í umhverfi Fjallabyggðar – Samantekt Heilbrigðiseftirlits
Eiganda gert að greiða fyrir niðurrif Aðalgötu 6 b