Í gær miðvikudaginn 10. júlí tók Knattspyrnufélag Fjallabyggðar á móti Einherja frá Vopnafirði í 3. deild karla í knattspyrnu. Á fotbolti.net segir að leikurinn byrjaði fjörlega og skoraði Frakkinn Jordan Damachoua fyrir KF strax á 4. mínútu.

Á 76. mínútu fékk Vitor Vieira Thomas að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá KF.

Tveimur mínútum síðar jafnaði Bjartur Aðalbjörnsson leikinn fyrir Einherja.

KF er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 23 stig og Einherji er með 15 stig í 6. sæti.

 

Skjáskot: úrslit.net

 


Forsíðumynd: Guðný Ágústsdóttir