Á 596. fund bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var 12. mars 2019 mætti Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Þórhallur Harðarson framkvæmdastjóri fjármála- og stoðþjónustu HSN.
Þeir fóru yfir stöðu sjúkraflutninga í Fjallabyggð og næstu skref, en ljóst er að ekki verður af stofnun vettvangsteymis í samstarfi við Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði sem átti að sinna fyrsta viðbragði vegna útkalls sjúkrabifreiðar frá Siglufirði til Ólafsfjarðar.
Bæjarráð áréttar kröfu um ásættanlegt viðbragð við fyrstu hjálp í Ólafsfirði og boðar Valþór Stefánsson yfirlækni og Önnu Gilsdóttur yfirhjúkrunarfræðing við Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir væntanlegar tillögur HSN.