Stjórn RARIK hefur ákveðið breytingar á verðskrá hitaveitna RARIK þann 1. ágúst 2018.
Breytingar á töxtum jarðvarmaveitna.
Taxtar jarðvarmaveitna hækka í samræmi við hækkun vísitölu frá 1. janúar 2015, þegar verðskrá breyttist síðast, eða um 6,2%. Ekki verður þó verðhækkun á almennum taxta til húshitunar á Siglufirði vegna batnandi afkomu veitunnar þar.
Á Siglufirði verður lagður niður taxti H3 og viðskiptavinir fluttir á taxta H4. Við það hækkar fastagjald en rúmmetraverð lækkar. Um er að ræða taxta sem ætlaður var fyrir kranavatn þar sem fastagjald er mjög lágt, en ekki eru lengur rök fyrir mismunandi fastagjaldi þar sem fastur kostnaður er sá sami.
Umrædd breyting hefur áhrif á 11 viðskiptavini.
Texti: Fjallabyggð
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir