Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003.

Hátíðin í ár stendur yfir dagana 19. – 25. júlí.

Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungu fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda.

Hér má sjá dagskrána 2021