Elskan FLY er tónlistarkona sem býr í Christchurch á Nýja Sjálandi, uppalin í Manitoba Kanada og er með íslenskar rætur. Foreldrar hennar búa enn í Manitoba, og hún á frændfólk á Íslandi.
Fyrir um það bil mánuði síðan kynntum við lag frá henni, en í dag verður splunkunýtt lag hennar leikið á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar.
Nýja lagið sem nefnist “Blue Sky Day” er tileinkað þeim sem takast á við brjóstakrabbamein og aðstandendum þeirra.
Einnig er komið út myndband við lagið sem sjá má hér fyrir neðan.