Guðmundur Jón Albertsson, systursonur Hallfríðar Nönnu Franklínsdóttur á Siglufirði, greindi frá andláti hennar á Facebook fyrir skömmu. Þar kemur fram að Nanna, móðursystir Guðmundar, hafi látist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði í morgun.

Eins og Trölli.is greindi frá þann 6. febrúar var Nanna elst Íslendinga eftir að Dóra Ólafs­dótt­ir, sem var elst Íslend­inga lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík þann 4. febrúar 2022 á 110. aldursári.

Hall­fríður Nanna Frank­líns­dótt­ir var því elst Íslend­inga. Hún fæddist 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu og var á 106. aldursári.

Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði elst Íslendinga