Snjóað hefur töluvert á Norðurlandi að undanförnu.

Tröllaskaginn hefur fengið sinn skerf af snjónum, íbúum Fjallabyggðar til óþæginda þar sem færð hefur spillst og bretta þarf upp ermar til að moka frá húsum og öðrum mannvirkjum.

En snjórinn vekur einnig gleði hjá yngstu kynslóðinni, því fátt er skemmtilegra en að leika sér í snjósköflunum og svo kætast skíðaunnendur sem aldrei fyrr.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur Ingi Bjarnason í Ólafsfirði að morgni, miðvikudaginn 9. febrúar.