Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á Gestus ljósum svampbotnum sem Krónan ehf. flytur inn.

Innköllunin er vegna þess að greinst hefur mygla í kökunum en komið er fram yfir best fyrir dagsetningu.

Innflytjandinn hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Hafnarfirði og Kópavogssvæðis innkallað vöruna.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Gestus
  • Vöruheiti: Gestus ljósir svampbotnar
  • Framleiðandi: CORONET CAKE COMPANY PL.
  • Innflytjandi: Krónan ehf
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 07/02/2021
  • Geymsluskilyrði: Stofuhiti
  • Dreifing: Krónan og KR

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila í þá verslun sem hún var keypt.

Ítarefni