Endurnýjun á ljósabúnaði.

Ákveðið hefur verið að ráðast í endurnýjun á lýsingu í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar og var kostnaðaráætlun kr. 8.440.714,-
Leitað var tilboða í verkið og voru þau opnuð mánudaginn 14. janúar sl. í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Ingvi Óskarsson ehf Ólafsfirði kr. 7.383.261,-
Raffó ehf Siglufirði kr. 7.892.770,-

Tilboði Ingva Óskarssonar var tekið skv. bókun Bæjarráðs, þótt það komi ekki fram í fréttinni á fjallabyggd.is

Skiptiveggir í íþróttahús Fjallabyggðar.

Einnig var ákveðið að fara í uppsetningu skiptitjalda fyrir íþróttasali íþróttamiðstöðvanna í Fjallabyggð og var leitað tilboða vegna þessa.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Á. Óskarsson og Co ehf Mosfellsbæ kr. 9.781.110
Altis ehf Hafnarfirði kr. 9.414.121

Var tilboði Altis ehf tekið í verkið.

Sett verða upp tvö skiptitjöld í báða íþróttasali Fjallabyggðar sem bæta æfingaaðstöðu til muna enda nýtast nú íþróttasalir fleiri aðilum á sama tíma. Bæjarráð samþykkti ofangreint á 588. fundi sínum þann 15. janúar sl.