Gildistími reglugerðar heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu vegna þjónustu sérgreinalækna hefur verið framlengdur frá 1. september til 31. október nk. Reglugerð um framlenginguna hefur verið send Stjórnartíðindum og birtist í  dag. Réttur sjúklinga til endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sérgreinalækna helst því óbreyttur.

Samningaviðræður milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna standa yfir. Heilbrigðisráðuneytið leggur áherslu á að staða sjúklinga gagnvart endurgreiðslu kostnaðar meðan samningar liggja ekki fyrir sé tryggð.

Fyrir mistök var reglugerð um framlengdan gildistíma reglugerðar um endurgreiðslu vegna þjónustu sérgreinalækna ekki send Stjórnartíðindum nógu tímanlega til að hún birtist 1. september. Réttur til endurgreiðslu er engu að síður tryggður frá og með 1. september.

Mynd/pixabay