Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu – Hakkaþon um helgina

Nýsköpunarkeppni undir yfirskriftinni Hakkaþon fer fram um helgina þar sem meðal annars verður keppt í nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. 

Verðlaun að upphæð 500.000 krónur eru í boði. Keppnin fer fram á netinu og geta allir sem vilja tekið þátt.

Í heilbrigðisþjónustu verður horft til þess hvernig stuðla megi að nýjum leiðum og nýrri nálgun og hvernig bæta megi gæði, öryggi og aðgengi að þjónustunni. Nánar má lesa um keppnina, fyrirkomulag hennar og helstu áskoranir í heilbrigðisþjónustu sem verða viðfangsefni þátttakenda.