Í júní 2015 undirrituðu sveitarfélögin á Norðurlandi vestra samstarfssamning við Klappir Development ehf, um uppbyggingu og rekstur á 120.000 tonna álveri á iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð.
Áætlanir gerðu ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álverinu og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma. Undirrituð var viljayfirlýsing í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík, um fjármögnun álversins 1. júlí 2015.
Í fyrstu voru ýmsir bjartsýnir á að nægileg orka fengist, en ekkert bólar á henni enn sem komið er.
Lítið hefur gerst í málinu síðustu misserin, en Kínverjarnir eru sagðir þolinmóðir.
Sjá einnig á huni.is, þar sem atburðarás málsins er rakin.
og eldri grein á vef Viðskiptablaðsins