Eins og flestum ætti að vera kunnugt styttist í forsetakosningar á Íslandi.

Til að mega kjósa þarf viðkomandi að vera á kjörskrá og eru kjörfundir á ákveðnum stöðum. Ef kjósandi sér fram á að geta ekki mætt á kjörfund á tilteknum kjörstað á kjördag, þarf að kjósa utan kjörfundar.

Sjá nánari upplýsingar varðandi kosningu utan kjörfundar á syslumenn.is

Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Heimilt er að gera slíkar athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag.

Hér geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í kosningum. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilkvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili.

Sjá ennfremur á skra.is