Í þættinum Tónlistin á FM Trölla í dag verður heldur betur boðið upp á nýmeti.
Ingibjörg Friðriksdóttir, Inki, var að gefa út nýtt lag. Lagið heitir Playing with fire og er hægt að lesa meira um það hér.

En svo er það restin af þættinum. Þar verður spiluð glæný plata Guðmundar Rafnkels Gíslasonar.

Guðmund þekkjum við t.d. úr hljómsveitinni SúEllen en hann hefur gefið út fjórar breiðskífur frá árinu 2007 þegar fyrsta platan hans kom út og bar hún nafnið Íslensk tónlist.
2017 gaf hann út sína aðra plötu, Þúsund ár.
2020 kom þriðja platan hans, Sameinaðar sálir sem inniheldur hið gríðar vinsæla lag Perla sem Bubbi Morthens syngur með Guðmundi.
Og svo föstudaginn 14. október 2022 koma út nýjasta platan hans, Einmunatíð.

Guðmundur fékk til liðs við sig nokkra tónlistarmenn en hann sjálfur syngur, leikur á básúnu, rafgítar, hljómborð og sér um tónlistarforritun á plötunni.
Jón Ólafsson spilar á píanó, hljómborð og orgel. Einnig sem hann syngur.
Bjarni Halldór Kristjánsson leikur á gítar, Guðni Finnsson á bassa og Arnar Gíslason á trommur.
Trommuleikararnir Maggi Magg og Ásgeir Óskarsson koma við sögu í tveimur lögum á plötunni.
Arnþór Örlygsson Lind sá um hljóðblöndun.

Þetta er platan sem hlustendur fá að heyra í þættinum í dag og því er um að gera að hlusta á þáttinn á FM Trölla og á trölli.is.