Þessa dagana er góða veðrið nýtt í að undirbúa viðgerðir á malbiki hér og þar um Dalvíkurbyggð.

Um er að ræða viðgerðir á holum og skemmdum sem myndast hafa undanfarið.

Búið er að saga úr malbikinu í kring um skemmdirnar, eftir helgi er síðan von á malbiki til að fylla upp í. Staðirnir sem sagað hefur verið úr eru auðkenndir með umferðarkeilum til viðvörunar.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát næstu daga meðan unnið er að viðgerðum og hafa í huga að hvassar brúnir geta verið á viðgerðarsvæðunum.

Mynd/Dalvíkurbyggð