Eyþór Ingi Gunn­laugs­son er söngv­ari og gít­ar­leik­ari hinn­ar ný­stofnuðu Rock Paper Sisters en fyrsta lag hljóm­sveit­arin­ar, Howl­ing Fool, kom út í dag. Með Eyþóri Inga í hljóm­sveit­inni eru eng­ir nýgræðing­ar en Jón­bi úr Brain Police spil­ar á tromm­ur, Þor­steinn Árna­son á bassa og Þórður Sig­urðsson á hljóm­borð.

Hljóm­sveit­in varð til á par­tíi á Dal­vík í fyrra, nán­ar til­tekið á Fiski­deg­in­um mikla. „Um er að ræða skít­ugt, retro rokk og ról með eðal grúvi og hell­ing af sál,“ seg­ir Eyþór Ingi og seg­ir lagið hafa orðið til á fyrstu æf­ing­u sveit­ar­inn­ar. „Við leggj­um upp með að hafa bara gam­an af þessu og semja áhyggju­laust rokk. Á fyrstu æf­ingu varð lagið Howl­ing Fool til. Við tók­um það svo upp live á æf­ingu núm­er tvö.“

Hér má hlusta á lagið.

 

Af mbl.is