Eyþór Ingi Gunnlaugsson er söngvari og gítarleikari hinnar nýstofnuðu Rock Paper Sisters en fyrsta lag hljómsveitarinar, Howling Fool, kom út í dag. Með Eyþóri Inga í hljómsveitinni eru engir nýgræðingar en Jónbi úr Brain Police spilar á trommur, Þorsteinn Árnason á bassa og Þórður Sigurðsson á hljómborð.
Hljómsveitin varð til á partíi á Dalvík í fyrra, nánar tiltekið á Fiskideginum mikla. „Um er að ræða skítugt, retro rokk og ról með eðal grúvi og helling af sál,“ segir Eyþór Ingi og segir lagið hafa orðið til á fyrstu æfingu sveitarinnar. „Við leggjum upp með að hafa bara gaman af þessu og semja áhyggjulaust rokk. Á fyrstu æfingu varð lagið Howling Fool til. Við tókum það svo upp live á æfingu númer tvö.“
Hér má hlusta á lagið.