Á 596. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 07.03.2019 þar sem óskað var eftir afnotum af æfingasvæði, austan Hólsár til þess að nýta undir æfingaaðstöðu fyrir barna- og unglingastarf.
Í vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 15.03.2019 kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að veita GKS afnot af æfingasvæði við Hól, austan Hólsár og vestan bílastæðis. KF var með afnot af svæðinu en í samningsgerð við KF í upphafi árs 2017 var umhirða og rekstur á þessu umrædda æfingasvæði tekinn út úr rekstrarsamningi við KF þar sem KF hafði ekki þörf fyrir svæðið. Í tengslum við endurnýjun rekstrarsamnings við KF vegna knattspyrnuvalla er umrætt svæði ekki hluti af samningi og hefur formaður KF staðfest að KF nýti ekki svæðið og því ekkert í vegi fyrir að veita GKS afnot af svæðinu.
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af æfingasvæði við Hól, austan Hólsár og vestan bílastæðis, undir æfingasvæði vegna barna- og unglingastarfs klúbbsins sumarið 2019. Golfklúbbur Siglufjarðar mun hirða svæðið eins og fram kemur í erindi klúbbsins frá 07.03.2019.