Trölli.is fékk nýlega sent til birtingar:

“Við heitum Ísak og Gréta. Við fórum af stað með verkefni sem heitir Fæðingarsögur feðra í nóvember á síðasta ári.

Við óskum einnig eftir að þeir sem hafa áhuga á, skrifi sína sögu niður og sendi okkur þar sem við stefnum að því að gefa sögurnar út í bók til að þær varðveitist betur og lifi áfram.

Þess má geta að Gréta María Birgisdóttir er dóttir Siglfirðingsins, Birgis Eðvarðssonar og barnabarn Ölmu heitinnar Birgisdóttur.

Við erum komin með þó nokkrar sögur eins og er en viljum endilega reyna að fá fleiri sögur inn í verkefnið og vekja betur athygli á því.

Markmiðið með verkefninu er að fá feður til að ræða sínar fæðingarsögur og upplifun af ferlinu við að eignast barn.

Þess vegna höfum við samband við ykkur hjá Trölla til að athuga hvort að þið hefðuð áhuga á að skrifa grein eða birta frétt um verkefnið á ykkar miðli?

Við erum að reyna að ná til feðra um land allt. Við erum með Facebook síðuna ,,Fæðingarsögur feðra” og líka instagram reikning með sama nafni.

Svo við segjum aðeins meira af okkur þá erum við par og eigum saman stelpu sem verður þriggja ára í sumar. Gréta er ljósmóðir og Ísak er verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki. Við vinnum að þessu verkefni í frítíma okkar og erum ekki drifin áfram af fjárhagslegum ávinningi.

Markmiðið er að fá feður á öllum aldri til þess að ræða sína upplifun af fæðingum barna sinna. Við höfum farið í viðtöl í Ísland í dag og á X-inu, hér eru linkar á þau viðtöl:”

– https://www.visir.is/g/2020200139975
– https://www.visir.is/k/74fec701-589f-4f64-8664-37f15e481d05-1581350394896



Myndir og texti aðsent.