Einn af vildarvinum Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði, Jóhann Heiðar Jóhannsson, kom færandi hendi á dögunum og það ekki í fyrsta sinn. Nokkrir kassar af ljóðabókum úr safni hans og föður hans, Jóhanns Jóhannssonar skólastjóra Gagnfræðaskóla Siglufjarðar til áratuga.
Þarna reyndust vera þó nokkrar ljóðabækur og ljóðasöfn sem safnið vantaði t.d. frá skáldunum Gyrði Elíassyni, Matthíasi Johannessen og Tómasi Guðmundssyni sem og ævisögur og minningabækur ljóðskálda sem það vanhagaði um.
Mynd/Ljóðasafnið