Á dögunum færði Slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði Grunnskóla Fjallabyggðar veglega gjöf, tvö hjartastuðtæki til að hafa í skólahúsunum við Tjarnarstíg í Ólafsfirði og Norðurgötu á Siglufirði.
Búið er að koma tækjunum fyrir í húsunum og starfsfólk hefur fengið fræðslu um notkun þeirra.
Í síðustu viku komu svo fulltrúar slysavarnarkvenna í heimsókn í Norðurgötuna til að afhenda tækin formlega.
Það var Foreldrafélag grunnskólans sem leitaði til slysavarnardeildarinnar vegna kaupa á tækjunum.
Skólinn þakkar slysavarnarkonum í Ólafsfirði kærlega fyrir gjöfina sem eykur öryggi nemenda, starfsfólks og gesta skólans.
Mynd/Grunnskóli Fjallabyggðar