Framundan eru fallegir vetrardagar með sunnan átt norðan heiða. Eflaust nýta íbúar norðanlands og gestir sér þessa daga til útiveru og vetraríþrótta.
Í gær tók Sveinn Snævar Þorsteinsson þessar fallegu myndir á Siglufirði og vonandi bjóða næstu dagar upp á viðlíka fegurð.
Veðurhorfur á landinu næstu daga, spá Veðurstofu Íslands.
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst. Rigning suðaustantil, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 9 stig. Samfelld rigning á sunnanverðu landinu um kvöldið.
Á fimmtudag:
Suðaustan 5-13 og rigning öðru hverju, einkum suðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig.
Á föstudag:
Suðaustanátt og léttir víða til norðan heiða. Súld eða rigning í fyrstu sunnan- og vestanlands, en að mestu þurrt seinnipartinn. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Austanátt og bjart með köflum, en dálitlar skúrir eða slydduél austantil. Hiti 0 til 5 stig, en nálægt frostmarki norðanlands.
Á mánudag:
Suðaustlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda, hiti 1 til 6 stig. Stöku él norðantil á landinu og hiti um eða undir frostmarki.
Myndir/Sveinn Snævar Þorsteinsson