Hreimur Örn Heimisson var að senda frá sér nýtt lag.

Lagið nefnist: Þar sem himinn ber við haf og er komið í spilun á FM Trölla.

Hreimur vinnur að nýrri plötu sem áætlað er að komi út í byrjun desember og er þetta eitt laganna á þeirri plötu.

Lag og texti eru eftir Hreim sjálfan sem einnig syngur og spilar á kassagítar.

Vignir Snær sá um upptökur, gítar, bassa & hljómborð.
Benedikt Brynleifsson sá um trommur.
New York Brass spilaði inn Brass kaflana.