Bananakleinurhringir með súkkulaðiglassúr – uppskriftin gefur 16 kleinuhringi

 • 2 bollar hveiti
 • 1 ¼ bolli sykur
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk kanil
 • ¼ tsk múskat
 • ¾ bolli súrmjólk
 • ½ bolli stappaður banani (ca 1 banani)
 • 2 egg
 • 2 tsk vanilludropar (ég notaði vanillusykur)
 • 4 msk smjör

Súkkulaðiglassúr

 • ½ bolli rjómi (ég myndi byrja með ¼ bolla og bæta síðan við eftir þörfum)
 • 110 g hakkað dökkt súkkulaði
 • 2 msk sýróp

Hitið ofninn í 175° og spreyið kleinuhringjamót með olíu.

Bræðið smjör í litlum potti og látið það sjóða við vægan hita þar til það hefur brúnast (passið þó vel að brenna það ekki). Setjið til hliðar og látið kólna aðeins.

Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál.

Blandið saman súrmjólk, stöppuðum banana, eggjum og vanilludropum í skál. Setjið blönduna saman við þurrefnin og hrærið vel saman. Bætið brúnuðu smjörinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel.

Setjið deigið í kleinuhringjamótið (mér þykir gott að setja deigið í poka, klippa af einu horninu og sprauta deiginu í mótið), fyllið  2/3 af hverri holu. Bakið kleinuhringina í 8-10 mínútur eða þar til þeir eru bakaðir í gegn en þó mjúkir að utan. Mér þykir gott að prufa að þrýsta á þá, ef kleinuhringurinn gefur aðeins eftir en lyftist strax aftur upp þá er hann tilbúinn. Látið kleinuhringina kólna áður en glassúrin er settur á.

Glassúr: Setjið rjóma og hakkað súkkulaði í pott og hitið að suðu. Bætið sýrópinu saman við og takið pottinn af hitanum. Hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað og glassúrin er orðin sléttur og glansandi.

Dýfið kleinuhringjunum ofan í glassúrinn og njótið.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit