14 verkefni voru valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð sem farið hefur fram dagana 13. – 27. mars og er því senn að ljúka.
Hægt er að velja um níu verkefni í Ólafsfirði og fimm verkefni á Siglufirði.
Allir íbúar Fjallabyggðar sem eru 15 ára á árinu og eldri geta tekið þátt með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Áætlaðar eru 10 millj. í verkefni í Ólafsfirði og 10 millj. á Siglufirði.
Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Fjallabyggð. Verkefnið hefst í janúar 2023 og lýkur að hausti 2024.
Markmiðið er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku segir á vefsíðu Fjallabyggðar.
Taka þátt í íbúakosningunni: HÉR