Sírópsbrauð 

  • 3 ½ dl hveiti
  • 3 dl heilhveiti
  • 1 tsk salt
  • ½ sólblómafræ
  • 1 dl rúsínur (ég mæli með hálf þurrkuðu rúsínunum frá St. Dalfour)
  • ½ dl cashew hnetur
  • 5 dl súrmjólk
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 dl síróp

Hitið ofninn í 175°.  Blandið hveiti, heilhveiti, salti, sólblómafræjum, rúsínum og hnetum saman í skál og leggið til hliðar. Blandið súrmjólk, sírópi og matarsóda saman í annari skál og hrærið síðan varlega saman við þurrefnin.

Smyrjið 1,5 lítra brauðform eða klæðið það með bökunarpappír. Setjið deigið í formið og stráið smá hveiti yfir. Bakið brauðið í neðri hluta ofnsins í um 90 mínútur. Setjið álpappír yfir brauðið ef það fer að dökkna of mikið. Látið brauðið hvíla innvafið í viskastykki í 5 klukkutíma áður en það er borðið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit