Á dögunum færði Lionsklúbburinn Sunna íbúum á Dalbæ á Dalvík grjónapokaspil að gjöf. 

Spilið verður notað til dægrastyttingar fyrir íbúa. Spilið er handverk eftir Kristinn Hólm frá Akureyri. 

Kristín Heiða iðjuþjálfi á Dalbæ tók við gjöfinni fyrir hönd íbúa og segir að spilið eigi eftir að koma að góðum notum fyrir íbúa og fólk í dagdvöl á Dalbæ.

Mynd/Dalvíkurbyggð