Þann 9. maí síðastliðinn gaf Ívar Sigurbergsson út lag sem heitir „Ferragudo nights“. 

Lagið er rólegt popplag með djassívafi og textinn fjallar um lítið fallegt portúgalskt fiskimannaþorp sem heitir Ferragudo sem er falin perla við strendur Algarve.

Lagið er í spilun á FM Trölla.

Um Ívar Sigurbergsson:


Ívar er nokkurs konar multi-instrumentalist eða self-produced musician eins og það er kallað á ensku en hann hefur útsett og samið tónlist allt frá unglingsaldri.
Ívar hefur starfað við tónlist mestan hluta ævinnar m.a. sem tónmenntakennari til fjölda ára. Hann hefur verið í ýmsum hljómsveitum, gert tónlist fyrir stuttmyndir, er höfundur Landafræði tónlistarinnar sem er námsefni á vef fyrir grunnskóla svo eitthvað sé nefnt.
Síðastliðin ár hefur hann starfað sjálfstætt sem tónlistarmaður og gefið út fjölda laga á Spotify.

Til nánari glöggvunar þá er á netinu nokkuð af tónlist eftir Ívar sem hægt er að hlusta á á hinum ýmsu tónlistarveitum eins og Spotify og Apple music.

Vefsíða

Spotify