The Rift MTB, er fimm daga fjallahjólakeppni, fer fram á Norðurlandi frá miðvikudegi til sunnudags, 27. 31. ágúst. Keppt er í tveggja manna liðum og alls taka 80 keppendur þátt. Keppnin er skipulögð af Lauf Cycles í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.
Leiðir liggja um grýtta stíga Eyjafjarðar og Vaðlaheiðar, frá Siglufirði yfir á Dalvík og Mývatnssveit til Húsavíkur. þátttakendur koma meðal annars frá Taívan, Bandaríkjunum, Evrópu og Íslandi.
The Rift fór einnig fram á Hvolsvelli 19. júlí í sjötta sinn með um þúsund keppendur. Þar unnu Ingvar Ómarsson og Hafdís Sigurðardóttir Íslandsmeistaratitla í gravel-hjólreiðum, sem var í fyrsta sinn hluti af keppninni.
Mynd/theriftmtb.bike