Lagt fram til kynningar á 775. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til desember 2022.
Alls voru greiddar kr. 1.959.854.252 í laun og launatengd gjöld, eða sem nemur 96,79% af launaáætlun.
Fjöldi stöðugilda við lok tímabils var 179 og fjöldi starfsmanna 259 hjá sveitarfélaginu.
Miðað við þessar tölur er fimmti hver íbúi Fjallabyggðar á aldrinum 18 – 67 ára í starfi hjá sveitarfélaginu.
Íbúar Fjallabyggðar voru 1981 þann 1. janúar 2023.
Sjá fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í janúar 2023: HÉR