Fiskbúð Fjallabyggðar sem áður hét Fiskbúð Siglufjarðar hefur staðið óbreytt um langt árabil þar til nú. Eigendur fiskbúðarinnar, þau Valgerður Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson hafa staðið í heilmiklum framkvæmdum og var búðin lokuð á meðan.
Nú er framkvæmdunum lokið og var fiskibúðin opnuð í gær. Búðin er hin glæsilegasta og nú geta gestir sest niður og gætt sér á hinum vinsæla djúpsteikta fisk og öðrum gómsætum réttum.
Sjá frétt af fræmkvæmdunum: Hér
Myndirnar tók Björn Valdimarsson í gær þegar Fiskbúiðin opnaði á nýjan leik, var þar líflegt og mikið að gera enda viðskiptavinir ánægðir með endurbæturnar sem gerðar hafa verið á þessari liðlega 60 ára gömlu verslun.
Myndir: Björn Valdimarsson
Sjá heimasíðu Björns Valdimarssonar: Hér